*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 27. júní 2018 09:13

N1 selji frá sér bensínstöðvar

Tafir eru á rannsókn Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna á Festi svo félagið býður fram sáttatillögur, m.a. aðgengi að heildsölu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Olíufélagið N1, sem reynt hefur að fá samþykki Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á Festum, móðurfélagi Nóatúns og Krónunnar, hefur lagt fram nýjar tillögur að sátt. Voru þær mótaðar í kjölfar viðræðna við stofnunina, sem viðurkennt hefur að eiga enn nokkuð eftir af rannsókn sinni.

Telur N1 að tafirnar séu það miklar að breyta þurfi kaupsamningnum við Festi vegna tímafresta í honum. Eins og Viðskiptablaðið sagði frá um miðjan apríl dró félagið tilkynninguna um kaupin til baka og tilkynnti um samrunann á ný sem hóf ferlið upp á nýtt.

Var sú ákvörðun tekin eftir að stofnunin hafði gefið út að hún myndi ekki samþykkja samruna N1 og Festa án skilyrða, en sagði jafnframt að sáttatillögur N1 hefðu komið of seint fram.

Tillögur N1 að sátt lúta meðal annars að því að félagið selji frá sér tilteknar eignir, þ. á. m. tilteknar eldsneytisafgreiðslustöðvar, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Þar með talið þær sem eru undir vörumerkinu Dælunni ásamt vörumerkinu sjálfu. Auk þess sem félagið býðst til þess að skuldbinda sig til þess að veita aðgengi að eldsneyti í heildsölu og birgðarými eldsneytis svo og til þess að bregðast við eignatengslum keppinauta á eldsneytismarkaði.

Stikkorð: Krónan N1 Nóatún Samkeppniseftirlitið Festir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is