Fram kemur í ársreikningi N1 að félagið skuldaði hinu opinbera 2,7 milljarða króna um áramótin og jókst skuldin við hið opinbera um 600 milljónir árinu áður. Í skýringum í ársreikningnum kemur fram að skuldin sé vegna ógreidds virðisaukaskatts, tolli af innflutningi, olíugjaldi,bensíngjaldi,kolefnisgjaldi og öðrum opinberum gjöldum.

N1 hagnaðist um 2,1 milljarða króna fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta í fyrra á móti um 3,2 milljarða tapi árið áður. Niðurstaðan eftir afskriftir fjármagnsliði og skatta var neikvæð um 700 milljónir á móti 8,2 milljarða tapi 2010.