Heildartap N1 á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 22 milljóna króna hagnað í fyrra. Í tilkynningu segir að reksturinn hafi verið undir  áætlun sem skýrist að mestu vegna  minni  umsvifa  í  sjávarútvegi  og  á  einstaklingsmarkaði. Selt magn af eldsneyti  til sjávarútvegs var 14,5% minna en á fyrsta ársfjórðungi 2013 sem má að  stærstum hluta  rekja til  lakari loðnuvertíðar.  Einnig hafði þróun krónu gagnvart bandaríkjadal neikvæð áhrif á framlegð félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2014.

Efnahagur fyrirtækisins er traustur. Eiginfjárhlutfall var 49,6% eftir 1.650 milljóna króna arðgreiðslu sem samþykkt var á aðalfundi 27. mars 2014 og greidd út til hluthafa 28. apríl 2014.