Stjórn N1 hefur boðað til hluthafafundar mánudaginn 21. nóvember. Á fundinum liggur meðal annars fyrir tillaga um að greiða hluthöfum 1,3 milljarða með lækkun hlutafjár um 28,6%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá N1.

Í fréttatilkynningu frá N1 kemur fram að í kjölfar þess að N1 gekk í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu um mitt ár 2011 þá hefur rekstur félagsins batnað N1 stefnir að því að eigin fé félagsins verði 40%.

„Nú leggur  stjórn  N1  enn  og  aftur  til  með  hliðsjón af  niðurstöðu  árshlutareiknings  fyrir  fyrstu  níu mánuði  ársins 2016 að hlutafé félagsins verði lækkað um tæpan 1,3 milljarða króna og fjárhæðin verði greidd út til
hluthafa þess í samræmi við hlutafjáreign þeirra í félaginu. Með þessu er stefnt að því að hlutfall eigin fjár verði um 40% í lok ársins,“ segir í tilkynningunni.