Satya Nadella þykir líklegastur sem næsti forstjóri Microsoft. Hann hefur starfað hjá Microsoft í meira en tvo áratugi og gegnt yfirmannsstöðu hjá fyrirtækinu.

Einn viðmælandi Wall Street Journal segir í samtali við blaðið að stjórn fyrirtækisins muni hittast í næstu viku og hugsanlega verði nýr forstjóri kynntur til leiks eftir þann fund. Viðmælandinn sagði að mjög líklegt væri að næsti forstjóri kæmi innan úr fyrirtækinu sjálfu.

Nadella stýrir núna deild sem þróar netþjóna fyrir fyrirtæki og tækni sem tengjast þeim. Hann er virtur innan fyrirtækisins og líka á meðal sérfræðinga á Wall Street.

Stjórnarforaður Microsoft er Bill Gates stofnandi fyrirtækisins.