Sirkús Íslands náði því markmiði sínu að safna fyrir sirkustjaldi. Hópurinn safnaði fénu á hópfjármögnunarvefnum Karolina Fund. Frestur til að leggja sirkusnum lið rann út á miðnætti. VB.is sagði í gær hverja mínútu skipta máli í söfnuninni.

Fram kemur á vef Karolina Fund að markmiðið hafi náðst og safnast 41.549 evrur eða sem svarar til tæpra 6,6 milljóna króna.

Á vefnum er jafnframt haft eftir aðstandendum sirkusins að takist að safna nægu fjármagni til tjaldkaupanna verði farið af stað í sirkussýningar um landið auk þess að halda námskeið fyrir bæði börn og fullorðna. Þeir sem studdu fjársöfnunina mun fá að launum miða á sýningar Sirkús Íslands næsta sumar.