Hakkarar náðu aðgangi að 1.827 reikningum hjá viðskiptavinum Vodafone í Bretlandi síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag. Enn er á huldu hverjir eru ábyrgir en talsmenn Vodafone ítreka að ekkert innbrot hafi átt sér stað í tölvukerfi fjarskiptafélagsins. Þá segir í tilkynningu frá félaginu að óprúttnir aðilar hafi nálgast netföng og lykilorð viðskiptavina frá óþekktum þriðja aðila.

Samkvæmt talsmönnum Vodafone gætu hakkararnir hafa fengið tímabundinn aðgang að nöfnum, símanúmerum og upplýsingum um bankanúmer viðskiptavina fjarskiptafélagsins.

Þeir höfðu engar upplýsingar um kreditkort eða debitkort viðskiptavina Vodafone og gátu ekki nálgast bankareikninga þeirra samkvæmt upplýsingum frá Vodafone.

Nánar er fjallað um málið á vef Guardian .