Samningar tókust ekki við þá sem buðu í fjölbýlishúsið Eyraveg 48 á Selfossi en Íbúðalánasjóður á húsið og hafði fengið tilboð upp á 317 milljónir króna í húsnæðið. Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu . Sá sem bauð hafið tuttugu daga til að sýna fram á að kaupin væri fjármögnuð en náði því ekki á tilsettum tíma. Því leitar sjóðurinn enn eftir nýjum eigendum.

Í húsnæðinu standa nú 22 lausar íbúðir og er ætlunin að selja húsið í heild sinni. Þá á íbúðalánasjóður aðra blokk á Selfossi við Fossveg sem einnig er til sölu, en í heildina hyggst sjóðurinn selja 80 íbúðir í sinni eigu í Sveitarfélaginu Árborg.