Í gærkvöldi var skrifað undir samning SFR og Isavia. Áður hefur komið fram að fyrri samningur felldur þann 25. apríl síðastliðinn og var því deilunni vísað til ríkissáttasemjara. „Á öðrum fundi samninganefndanna með ríkissáttasemjara í gær náðist óvænt samkomulag sem skrifað var undir,“ segir í frétt SFR.

Samningurinn felur í sér meiri hækkun og að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, er hann vongóður um að samningurinn verði samþykktur. Nýr kjarasamningur verður kynntur á fundum með félagsmönnum fljótlega eftir helgi. Á fundunum verður hægt að kjósa um samninginn en kosningin verður einnig rafræn.