Afkoma Arev verðbréfafyrirtækis hf. var jákvæð um 298 þúsund krónur í fyrra eftir 8 milljóna tap árið áður. Eignir eru metnar á 71,8 milljónir en skuldir eru 50,9 milljónir. Skuldir voru í vanskilum árið 2019 en í fyrra tókst að semja um þær.

Félaginu var gerð 4,5 milljóna sekt af Seðlabankanum í fyrra vegna síðbúinna skila á ársreikningi og þá er 532 milljóna krafa Arev NII slhf. enn fyrir dómi. Jón Scheving Thorsteinsson er framkvæmdastjóri og stærsti eigandi.