Hagnaður af rekstri Mjólkursamsölunnar nam 293 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári og er að það samkvæmt frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda mikill viðsnúningur frá árinu áður. Velta ársins 2010 nam 18,6 milljörðum króna, og er það aukning um 4% á milli ára.

Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS; að meginástæður viðsnúningsins séu þær að félaginu tókst að lækka söfnunar-, vinnslu og afsetningarkostnað um 200 milljónir króna frá árinu 2009 þrátt fyrir margvíslegar kostnaðarhækkanir og þá skipti verðhækkun á síðari hluta ársins 2009 einnig máli auk þess sem hagræðingaraðgerðir frá fyrri árum séu að skila sér.