Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra, veitti í gær styrki samtals að fjárhæð 38,9 milljónir króna úr Þróunarsjóði Landsbankans og iðnaðarráðuneytisins. Afhendingin fór fram í Listasafni Íslands, en um er að ræða fyrri úthlutunina úr sjóðnum. Veittir voru tuttugu styrkir í þetta skipti en alls bárust 113 umsóknir til sjóðsins. Hæsta styrkinn fékk Air 66 til að vinna að samstarfi um þróun og nýsköpun í ferðaþjónustu með það að markmiði að skapa eftirspurn eftir reglulegu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið. Fjölga á ferðamönnum á Norðurlandi með þessum hætti og lengja dvöl þeirra.