Íslensk Erfðagreining
Íslensk Erfðagreining
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nær allir sem hafa unnið fyrir Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, við byggingu einbýlishúss hans við Fagraþing í Kópavogi hafa þurft að fara í mál við hann til að fá reikninga greidda. Kári var m.a. árið 2010 dæmdur til að greiða byggingafélaginu Eykt 11 milljónir króna vegna byggingar hússins. Sömu sögu er að segja af viðskiptum hans við verktakana hjá Fonsa og rafverktakanum Elmax. Kári hefur tapað í þeim málum sem lokið er fyrir dómi.

Þessu til viðbótar hótaði Kópavogsbær að sekta Kára vegna tafa við frágang lóðarinnar við húsið. Nú er búið að tyrfa. En það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig því forsvarsmenn Torfs túnþökuvinnslu þurftu að fara með reikning sinn á hendur Kára fyrir dómstóla haustið 2012.

Viðskiptablaðið fjallaði um það í síðustu viku að lögmannsskrifstofan Lex hafi fengið því framgengt að stofan fengi veð í húsi Kára. Ástæðan er reikningur stofunnar fyrir vinnu fyrir Kára upp á 1,7 milljónir króna sem fæst ekki greiddur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .