Skiptum á AB 89 ehf., sem skráð var að Fríkirkjuvegi 3 í Reykjavík og tekið til gjaldþrotaskipta í apríl í fyrrra, er lokið. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 610 milljónum króna en ekki fékkst nema ein milljón upp í þær kröfur eða 0,15%. AB 89 var stofnað árið 2007 og var tilgangur félagsins eignarhald og rekstur togara og tengd starfsemi.

Björgólfur kom víða við

Eignarhaldsfélagið Hansa ehf. átti 100% hlut í AB 89 en Hansa var aftur í eigu Björgólfs Guðmundssonar og var frægast fyrir að halda utan um hlut hans í enska knattspyrnu- félaginu West Ham.

Nánar er fjallað um fótboltann og togaraútgerðina í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Björgólfur Guðmundsson