Franska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að Frakkland ætli sér að ná markmiði Evrópusambandsins um halla á fjárlögum árið 2017. BBC News greinir frá málinu.

Evrópusambandið setur þau skilyrði að hallinn megi ekki nema meiru en 3% af vergri landsframleiðslu. Halli ársins 2015 verður hins vegar 4,3% af landsframleiðslu í Frakklandi en ríkisstjórnin hefur hins vegar spáð því að hallinn verði 2,8% árið 2017.

Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, segir að hægt hafi gengið að ná markmiðum um halla vegna efnahagsástands í landinu og hægfara vaxtar. Ríkisstjórnin muni hins vegar ekki breyta efnahagsstefnu sinni.