Íbúðum í byggingu upp að fokheldu á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um 42% á milli ára, úr 2.558 í 1.490, samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins nú í mars. Alls eru 5.741 íbúð í byggingu á landinu öllu, sem er 11% samdráttur milli ára.

Þar af eru um 5.400 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og nágrannasveitarfélögum, sem einnig er 11% samdráttur.

Í greiningu samtakanna er talningin sögð benda til þess að meðalsölutími nýbygginga á höfuðborgarsvæðinu sé á uppleið, þar sem fullgerðu húsnæði sem ekki hefur verið flutt inn í fari fjölgandi.

Samtökin spá því ennfremur að rúmlega 2.100 íbúðir verði fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum á árinu, sem er rúmur 30% samdráttur frá spánni fyrir ári síðan.