Hagnaður N1 á þriðja ársfjórðungi nam 932 milljónum króna og hækkaði úr 690 milljónum á sama fjórðungi árið áður. Í lok fjórðungs nam eigið fé félagsins 14,8 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall 52%. Hlutafé N1 var lækkað í síðustu viku um 300 milljónir króna eða 30%. Einnig var yfirverðsreikningur hlutafjár færður niður um 3,5 milljarða. Hluthafar fengu því greidda rúma 3,8 milljarða í lok síðustu viku.

Þriðji ársfjórðungur er jafnan sterkasti rekstrarfjórðungur ársins, segir Jóhanna Katrín Pálsdóttir hjá Greiningu Íslandsbanka. Sala á eldsneyti jókst um 4% á fjórðungnum miðað við sama tímabil í fyrra en aukning var á innlendum og erlendum ferðamönnum. Sala á öðrum vörum dróst saman um 5,1%

Nánar er fjallað um málið í Kauphallarblaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .