Gengi hlutabréfa fasteignafélagsins Regins lækkaði um 1,41% í Kauphöllinni í dag. Ekki eru mikil viðskipti á bak við gengisþróunina eða velta upp á 13 milljónir króna. Þetta var mesta gengislækkun dagsins á markaði.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Marel um 0,77%, Icelandair Group um 0,64%, Vodafone um 0,57% og Eimskips um 0,44%. Þá lækkaði gengi hlutabréfa Tryggingamiðstöðvarinnar um 0,17% og Haga um 0,15%.

Gengi hlutabréfa VÍS hækkaði um 0,47% í dag og var það eina hækkun dagsins.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,44% og endaði hún í 1.142 stigum. Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni nam 498,3 milljónum króna. Þar af voru nær eingöngu viðskipti með hlutabréf Icelandair Group eða upp á 475 milljónir króna.