*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 12. maí 2019 17:02

Nær ómögulegt að fá raforku í Helguvík

Norðurál telur ólíklegt ef ekki ómögulegt að afla nægrar orku í álver í Helguvík á verði sem standi undir sér.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Jónasson

Lítil hreyfing hefur verið á byggingu álvers í Helguvík á síðustu árum. Það fé sem lagt var í verkefnið var afskrifað að fullu árið 2016 eftir að Norðurál tapaði í gerðardómi gegn HS Orku, vegna raforkusamnings sem félögin höfðu gert fyrir álverið. HS Orka var ekki talin skuldbundin að því að útvega álverinu raforku.

„Vegna takmarkaðs fjölda íslenskra orkufyrirtækja, getu þeirra og vilja, að veita þá orku sem álverið í Helguvík mun þarfnast, mun teljast ólíklegt ef ekki ómögulegt að afla nægilegrar orku fyrir Helguvíkur-verkefnið á samkeppnishæfum verðum til þess að hægt verði að klára byggingu álverksmiðjunnar,“ segir í ársreikningi Norðuráls fyrir árið 2018.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér

Stikkorð: Norðurál Helguvík