Það sem af er á árinu hafa 444 sótt um hæli eða vernd á Íslandi, þar af 60 manns bara í septembermánuði, sem er um 5 manns á hverjum degi mánaðarins.

Á tímabilinu frá janúarbyrjun til loka ágústmánaðar er heildarfjöldinn 384 einstaklingar, en á sama tímabili fyrir ári voru umsóknirnar 156. Nemur það 146% fjölgun milli ára.

Húsnæðið fullnýtt

Samkvæmt fréttatilkynningu Innanríkisráðuneytisins er húsnæðið sem útlendingastofnun hefur yfir að ráða til að taka á móti hælisleitendum fullnýtt og verið sé að leita fleiri úrræða í þeim efnum.

Bara í ágústmánuði sóttu 67 einstaklingar um vernd á Íslandi, og koma þeir frá 14 mismunandi ríkjum. Af þeim komu 25 frá Albaníu og 10 frá Alsýr. Alls 48% umsækjendanna koma frá löndum á Balkanskaga.

Nú eru alls 410 hælisleitendur í þjónustu hjá stofnuninni og sveitarfélögum, flestar hjá útlendingastofnun, en 96 hjá félagsþjónustu Reykjavíkur, 79 hjá Reykjanesbæ og 16 úr Hafnarfjarðarbæ.