Velta á millibankamarkaði í febrúarmánuði 2011 nam 5.882 milljónum króna. Það er 2.437 milljóna króna meiri velta en í janúar, samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands .

Af heildarveltu í febrúar námu gjaldeyriskaup Seðlabankans 955 milljónum króna eða 16,2% af heildarveltu. Gengi evrunnar hækkaði um 2,0% gagnvart krónunni í mánuðinum.

Í evrum talið margfaldaðist veltan í febrúar sl. samanborið við sama mánuð í fyrra. Þá nam heiltarvelta 4 milljónum evra samanborið við 37 milljónir evra nú.