Um 68,5% flugferða frá landinu í júní voru vélar Icelandair. Um 9% voru vélar Iceland Express og um 6% voru frá WOW Air. Greint er frá þessu á vefsíðunni Túristi.is .

Þar er bent á að þeim flugfélögum hafi fjölgað sem sjá hag sinn í að fljúga til Íslands. Vægi þessara félagi sé hins vegar lítið þegar horft er til allra brottfara á Keflavíkurflugvelli í júnímánuði. Hlutdeild flestra flugfélaga þar sé um eitt til tvö prósent, samkvæmt talningu Túrista.

Stærstu erlendu flugfélögin samkvæmt þessari mælingu eru Airberlin og SAS.

Frétt Túrista .