Undanfarnar vikur hefur sala á Kornax hveiti frá Líflandi aukist mikið eða um 360% í marsmánuði segir Þórir Haraldsson forstjóri félagsins skýringuna meiri heimavera og samverustundir með börnum að því er Fréttablaðið segir frá.

Ekki má merkja samdrátt í sölu á móti til atvinnustarfsemi eins og bakaría á móti heldur virðist almenningur vera að baka sem aldrei fyrr. Um tíma töldu starfsmenn að mögulega væri verið að hamstra hveiti en það virðist ekki vera raunin miðað við viðvarandi aukningu.

„Starfsfólk okkar hefur haft í nægu að snúast undanfarnar vikur,“ segir Þórir sem segir enga hættu á skorti á hveiti því félagið hafi góða birgja. „Við erum með þá kenningu að það sé ekki síst ungviðið sem fær að baka með foreldrunum. Margar fjölskyldur eru heima við og því getur bakstur verið róleg afþreying fyrir alla fjölskylduna. Við teljum því að það sé að vaxa úr grasi kynslóð handverksbakara.“