*

þriðjudagur, 18. janúar 2022
Innlent 15. september 2019 14:05

Nærri helmingslækkun hagnaðar

Tekjur Eignamiðlunar drógust saman um tæplega tíunda hluta og eiginfjárhlutfallið lækkaði um sjö prósentustig.

Ritstjórn
Kjartan Hallgeirsson er framkvæmdastjóri Eignamiðlunar
Haraldur Guðjónsson

Fasteignasalan Eignamiðlun hagnaðist um 43 milljónir króna á síðasta ári, sem var samdráttur um 43% frá fyrra ári þegar hagnaðurinn nam 75,5 milljónum króna.

Rekstrartekjurnar drógust saman um 9% milli áranna, í 359,1 milljón króna, meðan rekstrarkostnaðurinn jókst um 1,6%, í 304,4 milljónir króna. Meðalstöðugildin voru 16 bæði árin. Rekstrarhagnaðurinn fyrir fjármagnsliði dróst því saman um tæplega 43%, í 53,7 milljónir.

Eigið fé félagsins minnkaði um 36,7%, í 48,3 milljónir króna, meðan skuldirnar drógust saman um 12%, í 36,4 milljónir. Þar með lækkaði eiginfjárhlutfallið úr 65% í 57% milli ára. Kjartan Hallgeirsson er framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, en félagið er nokkurn veginn til fjórðunga í jafnri eigu 4115 ehf., Guðmundar Sigurjónssonar, 173 ehf. og Fjárfestingarfélagsins Mídas ehf.