Málverkið Nu couché, eða liggjandi nekt á íslensku, eftir Amedeo Modigliani var selt á uppboði fyrir rúmlega 170 milljónir bandaríkjadala, um 22,3 milljarða króna.

Uppboðið fór fram í uppboðshúsinu Christie’s í gær en þetta er næst hæsta verð sem hefur fengist fyrir listaverk á uppboði. Þetta er einnig langhæsta verð sem fengist hefur fyrir listaverk eftir Modigliani, en verðið er um 100 milljónum dala hærra heldur en fyrra met.

Málverkið er hluti af málverkaröð sem málarinn málaði á árunum 1917 til 1918 en á símum tíma krafðist lögreglan þess að sýningunni yrði lokað vegna efni myndanna.

Söluhæsta málverk sögunnar á uppboði er málverk eftir Pablo Picasso en það bar heitið Les Femmes d’Alger , Konurnar frá Alsír, en það seldist á 179,3 milljónir dollara. Þriðja dýrasta málverkið er eftir Francis Bacon en það ber heitið Three Studies of Lucian Freud ,