Fyrirtækið Lucara fann nýlega næst stærsta demant sögunnar.

Demanturinn fannst í námu fyrirtækisins í Botsvana og hann er 1.111 karöt og er örlítið smærri en tennisbolti. Þetta er einnig stærsti demantur sem hefur fundist á síðustu 100 árum, en það met átti 603 karata demanturinn Lesotho Promise sem fannst í demantanámu í Lesótó.

Strærsti demantur sem fundist hefur er Cullinan demanturinn sem er í bresku krúnudjásnunum. Hann var 3.106 karöt og fannst í Suður-Afríku. Hann var skorinn niður í tvo demanta sem heita stóra stjarna afríku og minni stjarna afríku, (e. the Great Star of Africa og the Lesser Star of Africa)

© vb.is (vb.is)