Grandier ehf. hefur losað stöðu sína í Vátryggingafélagi Íslands (VÍS). Félagið var næst stærsti hluthafinn í VÍS fyrir viðskiptin og var beinn eigandi 144.000.000 hluta eða 8,01% hlut í VÍS. Þetta kemur fram í flöggun félagsins .

Grandier ehf. var einnig með opinn framvirkan samning um kaup á frekari 40 milljón hlutum í félaginu, sem hefði getað leitt til þess að félagið hefði aflað sér atkvæðisrétti sem fylgi þeim hlutum. Félagið hefur þó gert upp framgreindan framvirkan samning án þess að því uppgjöri hafi fylgt öflun atkvæðisréttar.

Grandier á því enga hluti í VÍS eftir viðskiptin. Undir tilkynningunna skrifar Þorsteinn Ólafsson fyrir hönd Grandier ehf.

Í frétt Viðskiptablaðsins frá því í fyrra kemur fram að Sigurður Bollason fjárfestir og Don McCarthy, breskur fjárfestir og fyrrverandi stjórnarformaður House of Fraser, hafi keypt stóran hlut í VÍS. Í fréttinni kemur fram að samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hafi Sigurður Bollason og Don McCarthy verið meðal eigenda Grandier ehf.