Það sem af er degi nemur velta á skuldabréfamarkaði 59,2 milljörðum króna og er dagurinn því sá næst veltumesti frá hruni. Aðeins hefur meiri velta verið með skuldabréf þann 1. nóvember 2010, en þá var veltan 75,3 milljarðar króna. Þann 7. nóvember 2011 nam velta á skuldabréfamarkaði 55,1 milljarði króna.

Þessir tveir dagar eiga þó það sameiginlegt að tilkynningar vegna mjög stórra viðskipta komu inn í kauphöllina þá. Árið 2011 var gengið frá Avens dílnum svokallaða sem fólk í sér að lífeyrissjóðir keyptu af ríkissjóði íbúðabréf að nafnvirði um 65 milljarða króna. Árið 2011 var greint frá því að Íbúðalánasjóður og ríkissjóður hefðu skipst á ríkisbréfum að nafnvirði ríflega 30 milljarða króna.

Má því segja að í dag hafi veltumet verið slegið þegar horft er framhjá slíkum stórum tilkynningum. Skuldabréfamarkaðurinn hefur heldur róast frá því sem var í dag og hafa hækkanir á ávöxtunarkröfu á helstu skuldabréfaflokkum að nokkru leyti gengið til baka. Þó er hækkunin ennþá umtalsverð frá því sem var í gær.