Velta á gjaldeyrismarkaði í febrúar í ár nam tæpum 23,4 milljörðum króna og hefur velta í einum mánuði aðeins verið meiri einu sinni frá því í október 2008, samkvæmt tölum Seðlabankans. Í desember 2010 nam velta á gjaldeyrismarkaði 27,5 milljörðum króna, en þar leika Avens viðskiptin stórt hlutverk því í þeim mánuði námu gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans 25,5 milljörðum króna.

Velta á gjaldeyrismarkaði í febrúar í ár var 86,3% meiri en í janúar og 67,5% meiri en í febrúar í fyrra. Í nýliðnum febrúar námu viðskipti Seðlabankans um 13,3% af heildarveltunni í mánuðinum, en bankinn seldi gjaldeyri fyrir 3,1 milljarð króna í febrúar.