David de Rothschild mun stíga til hliðar og afhenda syni sínum Alexandre stjórnartaumana í fjárfestingabanka Rothschild fjölskyldunnar næsta sumar að því er Financial Times greinir frá.

Syninum hefur lengi verið ætlað að taka við föður sínum en þegar hann tekur við mun bankinn hafa lifað í sjö kynslóðir en hann var stofnaður fyrir um 200 árum. Alexandre hóf störf fyrir bankann árið 2008 eftir að hafa starfað við fjárfestingabankastarfsemi hjá Bank of America og Bear Strearns.

Alexandre er ætlað að styrkja ráðgjafarsvið bankans á meðan enn er dauft yfir samrunum og yfirtökum í Evrópu.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, starfaði áður fyrir Rothchilds bankann og varð þekktur sem „Mozart fjármálanna“ eftir að hafa veitt Nestlé ráðgjöf um yfirtöku á deild innan Pfizer árið 2012.