Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 28. nóvember til og með 4. desember 2014 var 128. Heildarveltan nam 7.670 milljónum króna og var meðalupphæð á samning 59,9 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands .

Mest var um samninga um eignir í fjölbýli en þeir voru 103 talsins. 19 samningar voru gerðir um sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Er þetta önnur mesta heildarveltan á árinu, en mest var hún 8.986 milljónir króna vikuna 3. til 9. janúar.