Ríkisstjórn Íslands kynnir í dag framhald hlutastarfaleiðarinnar og stuðning við launagreiðslur fyrirtækja á blaðamannafundi sem hefst klukkan 11:30. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en RÚV greindi fyrst allra miðla frá þessu.

Í frétt RÚV segir að sérstaklega verði horft til fyrirtækja innan ferðaþjónustunnar í þessum nýja aðgerðapakka.

Fólk tengt ferðaþjónustu hefur gagnrýnt aðgerðirnar sem kynntar voru í síðustu viku og vildu meina að aðgerðirnar væru langt frá því nóg til að tryggja áframhaldandi starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustunni.