Tölvur eru á 96% íslenskra heimila og aðgangur að neti á 95% heimila. Netnotendum hér á landi hefur fjölgað á milli ára og eru þeir nú 96%. Til samanburðar teljast 71% íbúa Evrópusambandsríkjanna netnotendur. Reglulegir netnotendur þar eru 68%. Þar af er netnotkunin mest í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, Lúxemborg, Danmörku og Finnlandi eða um og yfir 90%.

Þetta kemur m.a. fram í ritinu Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2012 í Hagtíðindum Hagstofunnar.