Af 158 sparnaðarleiður stóru bankanna þriggja ber tæpur helmingur þeirra neikvæða raunvexti eða 71 reikningur þar sem nafnvextir þeirra eru lægri en verðbólga. Verðbólga mælist nú 3,9%. Fjallað er um reikningana í samantekt í Morgunblaðinu í dag sem byggð er á vaxtatöflum frá frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum.

Í blaðinu er bent á að nafnvextir þurfi að vera háir til að skila vaxtatekjum. TIl að sparifé beri jákvæða raunvexti þarf sparifé að liggja á sparnaðarreikningi sem ber minnst 4% vexti.

Miðað við verðbólgu nú eru raunvextir sparifjár á reikningi með 4% vexti aðeins 0,1%.

Bent er á að ríkið tekur 20% fjármagnstekjuskatt af vaxtatekjunum.