*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. mars 2015 15:00

Sjö milljarða velta á höfuðborgarsvæðinu

Meðalupphæð á hvern samning á fasteignamarkaði nam tæpum 40 milljónum króna á höfuðborgarsvæðinu í liðinni viku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 6,9 milljörðum króna í liðinni viku. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands.

Í heildina var gerður 131 samningur um eignir í fjölbýli, 35 samningar um sérbýli og átta samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á hvern samning var 39,7 milljónir króna.

Heildarveltan var töluvert yfir meðaltali síðustu tólf vikna, en það er 4.937 milljónir króna.