Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert í 2,5 milljarða króna veltu í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði mest, um 4,19%, Regins um 2,59% og Haga-samstæðunnar um 2,02%. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 1,63% og Marel um 1,35%. Gengi bréfa Össurar lækkaði minnst eða um 0,25%.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa Vodafone um 0,15%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,58% og endaði hún í 1.135,13 stigum.

Fjallað er ítarlega um hlutabréfamarkaðinn og þróunin á honum upp á síðkastið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.