Heildartekjur ríkissjóðs verða tæplega 556 milljarðar króna á árinu en heildargjöld 581 milljarður á þessu ári, að því er fram kemur í greinargerð með fjáraukalögum sem lögð voru fram á Alþingi í nótt. Heildarjöfnuður verður því neikvæður um 25,5 milljarða króna. Það er 21,8 milljörðum krónum verri niðurstaða en gert var ráð fyrir í fjárlögum.

Ástæðan fyrir því að tekjur eru undir áætlunum er sú að hagvöxtur var undir væntingum, að því er fram kom í morgunfréttum RÚV.