Svissneski bankinn Credit Suisse hefur ákveðið að fella niður síðari hluta nafnsins. Áður hét bankinn Credit Suisse First Boston. Ákvörðunin var tekin af stjórn bankans í síðastliðinni viku en tilkynnt var um hana á miðvikudag. Með sameiningu Credit Suisse og First Boston árið 1978 varð bankinn fyrstur til að hefja bankaviðskipti beggja megin Atlanshafsins. UBS, helsti keppninautur Credit Suisse, hefur þegar fellt brott Paine Webber úr sínu nafni.

Forsvarsmenn Credit Suisse gáfu þó til kynna að að áfram verði vísað til First Boston áfram í merki bankans. Merki bankans mun því vísa til arfleifðar First Boston og 150 ára sögu bankaviðskipta í Sviss. Í stað rauðu og bláu litanna sem einkennt hafa merki bankans allt frá því að hann var gekk undir nafninu Schweizerische Kreditanstalt er merkið nú dökkblátt. Ekki fékkst gefið upp hver kostnaðurinn við nafnabreytingarnar verður, né heldur kostnaður við markaðsherferð sem mun fylgja í kjölfarið á næsta ári.