Tvö pör af nöfnum tókust á við þingfestingu Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, flutti þar eitt af þeim tveimur málunum sem hann er skrifaður fyrir í krafti embættisins. Með honum við þingfestinguna var Ólafur Hallgrímsson, lögfræðingur hjá embættinu.

Á móti þeim sátu þeir Bjarni Eiríksson lögfræðingur, verjandi Bjarna Jóhannessonar, fyrrverandi starfsmanns Glitnis, sem ákærður er fyrir hlut sinn í Aurum-málinu þegar Glitnir veitti félaginu FS38 sex milljarða króna lán til að kaupa hlut Fons, félags Pálma Haraldssonar, í bresku skartgripakeðjunni Aurum.