Starfsfólk sameinaðs MP banka og Straums, tekur nú þátt í samkeppni um nafn bankans til lengri tíma.

„Það stendur til að breyta nafninu, en það liggur ekki fyrir hvenær,“ segir Sigurður Atli Sigurðsson, bankastjóri MP Straums. „Það eru komnar alls konar tillögur,“ segir Sigurður Atli, en hann kveðst ekki vilja upplýsa um hverjar þær séu.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að meðal nafna sem hafa verið lögð fram sé nafnið Strumpur banki, sem hefur þó líklega verið lagt fram í hálfkæringi. Þá hefur nafnið Burðarás verið lagt til.

Sigurður segir að þær tillögur sem þyki álitlegastar verði líklega bornar undir sérfræðinga í markaðsmálum.