Glitnir hefur ákveðið að breyta nafni sænska verðbréfafyrirtækisins Fischer Partners og mun það einnig kallast Glitnir, segir í fréttatilkynningu.

Nafnabreytingin tekur gildi frá og með deginum í dag, en Glitnir lauk kaupum á fyrirtækinu fyrr á þessu ári.

Glitnir segir að nafnið sé orðið vel þekkt á Norðurlöndunum og á alþjóðamarkaði og að stefna Glitnis sé að öll dótturfyrirtæki og útibú bankans starfi undir einu vörumerki.

Nafnabreytingin er háð samþykki fyrirtækjaskrár Svíþjóðar.