*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 27. mars 2016 11:04

Nafnið Sæplast tekið upp á ný

Plastverksmiðjan Sæplast á Dalvík hefur aftur tekið upp fyrra nafn.

Ritstjórn

Plastverksmiðjan Sæplast á Dalvík hefur aftur tekið upp fyrra nafn, en það var ákveðið eftir að RPC Group keypti Promens, móðurfélag Sæplasts.

Um nokkurra ára skeið hafði verksmiðjan á Dalvík borið nafn móðurfélagsins, en gamla nafnið hefur nú verið tekið upp. Greint var frá þessu í tengslum við framkvæmdastjóraskipti hjá Sæplasti, en Hólmar Svansson hefur tekið við af Daða Valdimarssyni.

Stikkorð: Sæplast
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is