Endurmenntun Háskóla Íslands mun á næstu önn bjóða upp á nám í kostnaðarstjórnun og –greiningu.

Námið er hugsað fyrir stjórnendur og einstakæinga sem koma að slíku í fyrirtækjum og stofnunum, en námsbrautin er líka sögð hentug fyrir þá sem vilja undirbúa sig fyrir stjórnunar- og/eða sérfræðistörf á sviði kostnaðarstjórnunar og –greiningar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Endurmenntun HÍ.

Helstu viðfangsefni nýju námsbrautarinnar eru að ná góðum skilningi á því hvað felst í kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu í fyrirtækjum.

„Oftar en ekki hefur verið einblínt mjög mikið á að auka tekjur til að auka hagnað fyrirtækja en með markvissri kostnaðarstjórnun er hægt að ná fram meiri hagkvæmni og skilvirkni sem leiðir til aukins hagnaðar,” segir í tilkynningu frá Endurmenntun.

Umsjónarmaður námsins er Einar Guðbjartsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ.

Nánari upplýsingar á vefnum: www.endurmenntun.is