Á námsárunum er ekki síst mikilvægt að huga að fjármálunum. Í annríkinu sem fylgir námi, og hjá mörgum vinnu samhliða, er auðvelt að missa sjónar á fjármálunum. Þegar litlum sem engum tekjum er til að dreifa þarf að hugsa hvað mest um útgjöldin því námslánin leyfa ekki kæruleysi í eyðslu. Viðskiptabankarnir þrír bjóða námsmönnum ýmis góð kjör sem létta eiga undir með þeim. Nauðsynlegt er að skoða vel kjörin og nýta sem best þá fjölbreyttu þjónustu sem í boði er - til þess er hún.

Sjá Fjármál einstakling í Viðskiptablaðinu í dag.