Ætla má að námsmenn hafi samtals unnið sér inn fyrir 30 milljörðum króna þetta sumarið. Þetta kemur fram í rannsókn sem Hagstofa Ísland gerði fyrir Samtök atvinnulífsins.

Fram kemur í rannsókninni að staða námsmanna á íslenskum vinnumarkaði sé góð en stór hluti þeirra er í vinnu samhliða námi. Vinnutími þeirra sveiflast þó mikið yfir árið og nær hámarki yfir sumarið þegar þeir leysa af fólk í fullu starfi sem fær kærkomið sumarfrí.

Að sjálfsögðu eru laun misjöfn milli starfa en ef miðað er við meðaltal reglulegra launa verkafólks í fullu starfi árið 2016 og þau framreiknuð má gera ráð fyrir að námsmenn hafi þénað um 30 milljarða króna í sumar, frá maí til ágúst. Sennilega er talan nokkru hærri en alls voru yfir 20 þúsund námsmenn með vinnu sumarið 2017.

Hér má skoða fréttina í heild sinni.