Námuvinnslufyrirtækin BHP Billiton og Rio Tinto hafa fallið frá áformum um að sameina starfsemi fyrirtækjanna við vinnslu járngrýtis í Vestur-Ástralíu.

Sameining félaganna mætti mikilli andstöðu yfirvalda sem höfðu áhyggjur af verðmyndun á markaði. Í tilkynninu sögðu félögin ekkert yrði að sameiningu í Vestur-Ástralíu og mátti lesa að fallið var frá áformum gegn þeirra vilja.