Ásmundi Jónssyni, framkvæmdastjóra vélasviðs Heklu, finnst sem stjórnvöld aðhafist ekki nægilega á meðan fyrirtækjunum í landinu blæði stöðugt meira. Menn reyni þó að halda andlitinu og talsvert mikið hafi verið um afhendingar á vinnuvélum, og trukkum og vörubílum frá Heklu að undanförnu.

Námutrukkar, heflar og vörubílar

„Það eru alltaf einhverjar nýjungar á ferðinni í tækjum og tólum. Við vorum að afhenda fjóra stóra Caterpillar-námutrukka til Suðurverks. Þá vorum við að afhenda Ístaki nokkrar vélar um daginn og við höfum verið að afhenda hvern veghefilinn af öðrum. Þar er um að ræða hefla úr nýrri M-seríu frá Caterpillar sem er byltingarkennd nýjung. Það sem af er ári höfum við afgreitt rúmlega 30 nýja Scania-vörubíla til viðskiptavina okkar og mikið magn mun verða afgreitt á næstu vikum og mánuðum. Þá höfum við einnig verið að skoða hvað við getum gert til að hjálpa mönnum varðandi fjármögnun tækja til að halda hjólunum gangandi og jafnframt aðstoðað við endurnýjun tækja í auknum mæli með útflutningi á notuðum tækjum.“

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í sérblaði um verktaka sem fylgir með Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .