*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. maí 2013 13:05

Nánast ekkert upp í kröfur

Félagið Saxsteinn tapaði gríðarlegum fjárhæðum á árinu 2008 og var í kjölfarið tekið til gjaldþrotaskipta.

Guðni Rúnar Gíslason
AFP

Skiptum er lokið á þrotabúi félagsins Saxsteins ehf. Alls námu lýstar kröfur í þrotabúið 3.964 milljónum króna. Upp í kröfur fengust um 6,4 milljónir eða 0,17% af lýstum kröfum. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2009 og lauk þeim nú í byrjun apríl. Saxsteinn var dótturfélag Saxbyggs ehf. sem var í sameiginlegri eigu Saxhóls, oft kennds við Nóatúns-fjölskylduna, og verktakafyrirtækisins Bygg.

Árið 2007 var um 1,7 milljarða hagnaður af starfseminni. Í lok árs 2007 námu eignir Saxsteins um 8,8 milljörðum króna en í lok árs 2008 voru eignir félagsins um 641 milljón króna. Þar af voru 612 milljónir vegna kröfu á móðurfélagið Saxbygg sem var einnig með neikvætt eigið fé. 300 milljóna króna arður var greiddur til hluthafa árið 2008.

Á árinu 2007 var tilkynnt um kaup Saxsteins á 16,2% hlut í Glitni ásamt öðrum aðilum. Seljendur voru Karl Wernersson og Einar Sveinsson. Eins og flestir þekkja féll Glitnir í október það ár og hlutabréfin urðu verðlaus.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Saxhóll Saxbygg Saxsteinn