Stjórn Finnair leyndi 180 þúsund evra bónusgreiðslu til forstjóra Finnair og hefur ríkisstjórn Finnlands krafist þess að sex af átta stjórnarmeðlimum þurfti að segja af sér.

Lögreglurannsókn er nú í gangi á ýmsum störfum forstjóra Finnair og er framtíð hans innan fyrirtækisins óráðin. Lögreglan er sérstaklega að skoða fasteignaviðskipti sem forstjórinn átti aðild að ásamt einum að stærstu hluthöfum flugfélagsins.

Sigurður Helgason hefur setið í stjórn Finnair frá árinu 2007.