Í uppgangi sem þeim sem nú er viðvarandi í íslensku viðskiptalífi fylgir gjarnan það lúxus-vandamál að atvinnurekendum eiga erfiðara um vik að finna og halda í starfsfólk enda starfsframboð mikið og valkostir fleiri.  Fáir hafa fundið jafn áþreifanlega fyrir því og eigendur íslenskra veitingastaða.

Yfirmatreiðslumaður á nýlega opnuðum veitingastað í miðbæ Reykjavíkur, sem hefur hlotið mikið lof undanfarið segir að þrátt fyrir gott gengi staðarins sé nánast ómögulegt að fá matreiðslumenn til starfa og það sama segja aðrir menn í stéttinni.

„Ég byrjaði að þreifa fyrir mér strax í kjölfarið af því að við vorum farin á fullt með hugmyndina að staðnum en það var í kringum nóvember á síðasta ári. Í vor byrjaði ég svo að setja inn fullt af auglýsingum um matreiðslumenn en það sækir varla neinn um og það er mikið um að menn séu að keppast um matreiðslumenn og yfirbjóða hvern annan.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Rætt er við Sigurð Svansson framkvæmdastjóra hjá Sahara um samfélagsmiðlalausnir fyrirtækisins
  • Málsókn gegn áfengislöggjöf sem er sögð stríða gegn EES samningum og stjórnarskrá
  • Íslendingar í samstarfi við erlenda aðila koma með nýja lausnir fyrir heilbrigðisstofnanir
  • Stórsókn Íslendinga á flatbökumarkaðinn í Svíþjóð
  • Forsendur vantar fyrir tillögum um vernd og orkunýtingu í rammaáætlun
  • Neytendarannsóknir með augnskanna til að sjá hvað það er sem vekur athygli á samfélagsmiðlum
  • Skoðað er hve ánægðir erlendir ferðamenn eru með dvölina hér á landi
  • Undirbúningur íslenskra fjármálafyrirtækja fyrir afléttingu haftanna er skoðaður
  • Þorsteinn Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri Meet In Reykjavík er í ítarlegu viðtali
  • Fjallað er um endurkomu Baleno frá Japan
  • Fjármál félaga í ensku úrvalsdeildinni eru könnuð til hlítar
  • Aukin sérhæfing í kvikmyndaframleiðslugeiranum með stofnun fyrirtækis í ljósabúnaði
  • Rætt er við nýjan framkvæmdastjóra Men and Mice sem sér ný tækifæri fyrirtækisins í netþjónustu
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði
  • Óðinn fjallar um verðtryggð lán